Pakkning AF450 2,0mm Gufupakn

14.960 kr

AF450 Hámarkshiti 450°C við 0 bara þrýsting.
Hámark 230°C við 60 bara þrýsting.
AF450 er ágætlega olíuþolin og þolir t.d. dísilolíu, bensín, smurolíur og vökvakerfisolíur. Hún þolir einnig sumar sýrur og hreinsiefni.
Ef um sterk ætandi efni er að ræða þarf samt alltaf að athuga þolið sérstaklega. Það sést í bæklingi yfir pakkningarnar eða fæst hjá framleiðanda.
Athugið einnig að þykkt pakkningarinnar skiptir máli. 1 mm þykk pakkning þolir meira álag (hærra hitastig og/eða þrýsting en 2 mm eða 3 mm pakkning). Þótt gefið sé að pakkningin þoli t.d. 400 °C hita og 100 bara þrýsting þýðir það ekki að 3 mm pakkning þoli þessar aðstæður. Ef saman fer hátt hitastig, mikill þrýstingur og þykk
pakkning eru þessi gildi verulega lægri en hámarksgildin.

Þolir amk. saltsýru 15%, soda 20% og ammoníak 10-20%

Á lager

Vörunúmer: KT450200 Flokkar: ,