Tilboðsblað september

Á mánudaginn kom út veglegt 8 síðna blað stútfullt góðgæti. Því verður dreift til allra fyrirtækja og lögbýla á landinu í byrjun næstu viku ásamt því sem við sýnum það helsta og dreifum blöðum á Sjávarútvegur 2019 í Laugardalshöll.

SMELLTU HÉR til að skoða blaðið

Svo verður að sjálfsögðu hægt að nálgast eintök hjá helstu endursöluaðillum, verslun okkar í Dugguvoginum og hjá sölumönnum okkar á ferð um landið næstu vikurnar.

Þar prýða forsíðuna vélar og tæki frá Optimum og Stürmer ásamt áminningu um Siegmund suðuborð, en við bíðum spenntir eftir einu slíku sem á að koma með okkur á sýninguna. Þar er líka tilboð á einfaldri pinnasuðuvél og selluhjálm, en 15% viðbótarafsláttur fæst ef þetta er keypt saman.

Næsta opna inniheldur það helsta í Scangrip vinnuljósum, en þau hafa fyrir löngu sannað sig sem ein allra bestu vinnuljósin á markaðnum í dag. Merkilegast á þeirri opnu er NOVA R tvennutilboð, en við kaup á tveimur ljósum fæst seinna ljósið á aðeins 5.000kr – Spurðu hvern sem er, þetta er geggjað ljós!!

Ekki má þó gleyma að minnast á þrífótar-tilboðið, en þrífótur fylgir frítt með öllum kastarakaupum yfir 50.000 meðan birgðir endast – og já við eigum slatta til af þessu.

Þar sem fossberg á eitt mesta úrval landsins af vinnuhönskum þá er ekki nema eðlilegt að við setjum heila opnu af hönskum og tilheyrandi.

  • Vatnsheldir vetrarhanskar
  • Flísfóraðir leðurhanskar
  • Góðír vetrarskór og stígvél
  • Bluetooth húfur með innbyggðu ennisljósi
  • ISOtunes heyrnahlífar (mundu þetta eru heyrnahlífar, ekki heyrnatól)
  • og síðast en ekki síst Infinity Nitril flísfóðraður vinnuvettlingur

Eins og stundum áður viljum við vekja athygli á rafhlöðulínunni frá Metabo og setjum því nokra hápunkta á næstu opnu. Neðst í hægra horni má þó sjá eitthvað undarlegt, en þar er vakin athygli á að Metabo rafhlöður virka meðal annars líka á Rothenberger og Mafell vélar en þessi fyrirtæki eru hluti af þeim sem eru saman í CAS-rafhlöðusamstarfinu

Svo er einnig brot af því besta í snúruvélum, eins og til dæmis Kantfræsinn og Steinfræsinn, en steinfræsinn er engin venjulegur tvíblöðungur. Ef þú hefur ekki kynnt þér þessar græjur, þá mælum við með að þú smellir á nöfnin á þeim hér að ofann sem leiðir þig inná myndbönd af þessum græjum í notkun.

Á baksíðunni erum við svo með 100ára afmælistilboð Unior, en í tilefni afmælis þeirra er þessi vandaði verkfæraskápur á tilboði meðan birgðir endast. Þar er betra að vera snöggur, það eru bara örfá stykki í boði á þessu verði. Tilboðið gildir bæði á tómum skáp og með 4fullum skúffum, en nákvæma innihaldslýsingu má sjá með því að smella hér fyrir þann minni og smella hér til að sjá þann stærri

En, til að skoða blaðið í heild sinni skalltu endilega smella hér > TILBOÐSBLAÐ spetember-mánaðar 2019