Tilboðsblað nóvember

Nú er mikilvægt að allir haldi sem mest heima eða séu allavega ekki að fara út í búð að óþörfu. Þá er gott að setjast niður með nýjasta tilboðsblað Fossberg og kynna þér úrvalið af borum og snittverkfærum.

Forsíðan er frekar hlutlaus þangað til fólk rýnir dýpra og sér að nú bjóðum við uppá landsins mesta úrval af Kjarnaborum fyrir stál og ryðfrítt (virka reyndar vel í flesta málma og plastefni, en það er lengri saga).
– Lengdir 40-50-80-110 í þvermálum frá 12-200 mm
Á tilboði í nóvember er svo „settu það saman sjáfur og sparaðu“ kjarnaborasett og möguleiki á þremur mismunandi töskum eftir því hvað þið þurfið innihaldsríkt sett.
Þarna eru líka kynntir til sögunnar Stallaborar frá Karnasch, en við bjóðum uppá allar helstu stærðir af þeim, bæði fyrir svokallaða umbraco bolta og undirsinkaða innansexkantbolta.

Vinnstri innsíða inniheldur brot af því besta í borvélum, fræsivélum og snittvélum, en vissulega eigum við lifandis ósköpinn öll af öðrum slíkum vélum í ýmsum stærðarflokkum.
Hvort sem þú þarft Rafhlöðu-snittvél eða stafræna fræsivél þá geta sölumenn okkar lokað máilnu með þér.

Walter er einn fremsti framleiðandi í heimi á hágæða borum og snittverkfærum og þess vegna fá þeir hægri innsíðuna í blaði mánaðarins.
Fossberg hefur lengi verið þekkt fyrir að bjóða eitt mesta úrval landsins af bor og snittverkfærum og Walter og forrverar þess hafa átt sess hjá okkur í mörg ár. Undirmerki Walter, Prototyp og Titex, hafa veri í notkun á renniverkstæðum landsins í mörg ár.
Í nóvember kynum við Titex karbítbora á hlægilega lágum verðum ásamt broti af því besta í borasettum og það helsta í snitttöppum.
Eins og stendur í blaðinu „Hvaða tappa vantar þig?“ við eigum eða útvegum snitttappa í ÖLLUM gengjugerðum og stærðum.

Á baksíðunni má svo sjá nýja tegund af þrepaborum ULTIMATECUT frá Ruko.

  • Bætt skurðarbrún sem tryggir betri skurð með minni mótstöðu
  • Úrsnar/undirsink í hverju þrepi
  • Forbor til að þú þurfir ekki að slá fyrir miðjunni
  • 3-flata leggur sem tryggir grip í patrónu
  • Byltingarkennd hönnun spónraufar sem skilar spón betur frá efninu
  • RUnaTEC húðun sem er sérlega núningsþolin og minnkar hitamyndum

og ýmislegt fleira af vinsælustu vörunum frá Ruko á tilboði.