Mafell bætist í flóruna

Í ágúst bættist Mafell við þau umboð sem Fossberg er með á sinni könnu og er nú hægt að fá Mafell vélar og tilheyrandi aukahluti og þjónustu í heimabyggð.
Til að byrja með verður eingöngu unnið með sérpantanir þar sem ekki er mikil forsaga með vinsælar Mafell vörur á íslandi.

Flestir aðdáendur vandaðra trésmíðatækja kannast við Mafell enda eru þeir þekktir fyrir að framleiða vönduð tæki og gera nánast allt sjálfir í Þýskalandi.
Til að auka enn frekar á þægindi viðskiptavina okkar bendum við á að Mafell er í CAS rafhlöðusamstarfinu þannig að allar nýrri rafhlöðuvélar frá Mafell virka með 18V Metabo rafhlöðum.

Ef þú þekkir ekki Mafell kíktu þá endilega á Youtube rás Mafell, þetta eru snillingar.

Hvaða Mafell vélar á Fossberg að eiga á lager? Hver er þín uppháhaldsvél?
Skoðaðu https://www.mafell.de/en/ og láttu okkur endilega vita.