FRAMKVÆMDAGLEÐI Í FOSSBERG

  • FRÍ HEIMSENDING í maí og júní í netverslun

Nú er sumarið loksins komið og Covid á undanhaldi og þá er komin tími til að gera allt það sem við gátum ekki gert á meðan við vorum lokuð inni.

Til að leggja sitt af mörkum í framkvæmdagleði landans býður Fossberg uppá fría heimsendingu alla virka daga á höfuðborgarsvæðinu og frítt á næsta pósthús á landsbyggðinni sé verslað fyrir 10.000 eða meira í netverslun.

Við bjóðum mesta úrval landsins af vinnuhönskum, vinnuljósum, borum og snittvörum fyrir utan ríflegt úrval af alskonar vélum og tækjum þannig að þú ættir alltaf að geta fundið eitthvað smotterí til að bæta í körfuna og næla þér í frían flutning.

EN þetta er bara í boði í netverslun, það þýðir ekkert að betla þetta í símanum 🙂